skjámynd
Stellarium er opið, ókeypis stjörnufræðiforrit. Stellarium birtir raunsanna mynd af himninum í þrívídd, eins og þú værir að horfa með berum augum, handsjónauka eða stjörnusjónauka. Forritið er einnig notað við sýningar í stjörnuverum. skoða skjámyndir

forritið

er nú á íslensku frá útgáfu 0.10.5

Windows og Mac notendur geta hlaðið niður uppsetningapökkum með íslensku sem sjálfgefnu tungumáli á vefslóðunum efst til hægri. Í uppsetningunni er nú þegar ein íslensk landslagsmynd (Vonarskarð).

Linux notendur geta skoðað leiðbeiningar um uppsetningu forritsins á vefsíðu Stellarium.

wiki

Á Wiki-svæðinu (á ensku) halda notendur og hönnuðir stellarium til haga allri þekkingu á forritinu og þar getur þú lagt þitt að mörkum.

íslenskt landslag

Við erum að safna saman íslenskum landslagsmyndum fyrir Stellarium. Með innsetningunni fylgja fjölmargar landslagsmyndir, þar af ein panorama-landslagsmynd úr Vonarskarði sem Sveinn í Felli setti saman.

Vonarskarð

Við hvetjum áhugasama til þess að setja saman panorama myndir frá Íslandi (ásamt undirlagi sem staðið er á) og senda okkur á netfangið ssfs [hjá] astro.is.

Hér eru fimm vefsíður ( [1] [2] [3] [4] [5]) sem fjalla um hvernig hægt er að að búa til panorama-landslagsmyndir fyrir Stellarium.

Setja inn nýjar landslagsmyndir:

Hér er vefsíða með fjölda landslagsmynda fyrir Stellarium.

Til þess að bæta inn nýjum landslagsmyndum á Windows stýrikerfinu þarf að fara í möppuna þar sem forrit eru geymd og velja möppuna Stellarium/landscapes/.

Á OSX þarf fyrst að finna forritið Stellarium sem er oftast er staðsett í Applications-möppunni. Þegar búið er að finna Stellarium þarf að halda inni ctrl-takkanum og smella með músinni á Stellarium-táknmyndina. Velja síðan „Show Package Contents“ af valblaðinu sem kemur upp. Hægt er að bæta möppum með nýjum landslagsmyndum í möppuna Contents/Resources/landscapes.

Á flestum Linux dreifingum er staðsetningin stellarium/landscapes.

Uppfært: 14.08.2010